mánudagur, mars 09, 2009

Átti góðan dag í gær, Tóti og Kristín buðu mér í frokost, Jón og Þórdís voru líka ásamt krökkunum. Hélt fyrst að ég væri bara að koma í venjulegan hádegismat, en það var ekki þannig, þau buðu upp á lanbakjót og hangikjót, alvöru Íslensk máltíð, rosa góð máltíð.

Um kvöldið var svo tekið spil (carcassone), heima hjá Jóni og Þórdísi. Stefán, Arna og Eiríkur komu svo til að spila.

Jón, Stefán, Arna og Eiríkur.

Fórum í dýragarðinn við Frederiksberg have. Mælið með því, mjög gaman að sjá öll dýrin og skipulegið þar. Myndir fylgja.

Þórdís, Jón, Lára og Ásta að skoða fílana.
Lára og Ásta, þeim fannst rosa gaman, sérstaklega í kanínugarðinum.


Fílar og fallega heimilið þeirra.

Aparnir þeir voru hressir.




Úlfarnir! Svakalegir.

Ísbirnir að borða.

föstudagur, mars 06, 2009

Ásamt því að vera skrifa lokaritgerð er ég ásamt fjórum öðrum að taka þátt í hönnunar samkeppni. Við höfum verið að nota föstudagana í það verkefni. Myndir fylgja.

"LIFE" heitir landslagsarkítekta deildin í skólanum mínum.

Bjössi, Biggi og Jón.


Vikan er búin að vera fín, ritgerðin gengur. Við eigum fyrsta fund með leiðbeinanda í næstu viku, þá verður farið yfir tímaáætlun og skipulag verkefnis.


Þetta er aðstæðan sem við höfum til að vinna verkefnið.

Biggi hugsinn. Halldór Birgir eins og hann heitir fullu nafni, vinnur með mér að ritgerðinni.


miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Lífið og tilveran gengur ágætlega, er byrjaður á ritgerðinni. Hún fer mjög vel af stað, allt virðist ganga upp hjá okkur Bigga. Fyrir utan að vinna í ritgerð hef ég verið að bralla hitt og þetta, meðal annars skellti ég mér á þorrablót í Aarhus, tók túristan í Köben með Jón Smára og Katrínu og fór á sveitaball, með góðum vinum. Ég ætlaði nú bara að láta heyra í mér svo þið mynduð ekki gefast upp á blogginu..... á morgun ætla ég að setja inn myndir, maðal annars af aðstöðu minni við að skrifa ritgerðina.

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Kíkti á folaldið mitt, hana Golu áður en ég lagði af stað í gær. Það er greinilegt að hún á góða móður, því að hún er stór og særleg. Henni líður greinilega vel í stóðinu á Bakka.


Gola mín.
Gola afslöppuð og sátt í stóðinu.


Vorboði

Vorboði


Er komin til Kaupmannahafnar. Verð hjá Helgu systir til að byrja með, vænti þess svo að fá herbergi leigt nálagt skólanum mínum. Átti góða dag í gær, fór með Gunnari bró og Múttu út að borða á Ask, átti svo kúsý kvöld með Gunna, Rakel og Ísari Hólm.
Var mjög heppin í morgun Jón Smári var svo elskulegur að skuttla mér á flugvöllinn, takk fyrir það kútur.
Undanfarna daga hef ég notað veðurblíðuna vel, fór meðal annars nokkra reiðtúra með Brynjar Atla. Læt fylgja myndir frá einum af þeim reiðtúrum.

laugardagur, janúar 31, 2009

Fór í útreiðartúr í gær með Brynjari Atla við frábærar aðstæður. Binni var að temja Augabrún frá Nýjabæ og hann lánaði mér framtíðar gæðinginn Prímus. Verð að deila myndum með ykkur.
Myndin er tekin rétt fyrir utan Akranes. Skarðsheiðin í bakgrunn, (Hafnarfjall, Heiðarhorn, Skessuhorn o.s.frv.) Brynjar situr hestinn Augabrún.

Binni og Augabrúnn.

Jæja nú ætla ég að vera duglegur að blogga, sérstaklega út af því að nú er komið að vetrardvöl númer tvö í Kaupmannahöfn. Ætla í því tilefni að láta mynd af honum Ísari frænda fylgja færslunni. Myndin var tekin fyrir jól, eins og þið sjáið tóks mér að kanna honum magnum svipinn. Ísar var ekki lengi að ná svipnum.
Ísar Hólm

miðvikudagur, desember 24, 2008

Síðasta laugardag gerðum við Jón Smári og Bjarki okkur dagamun og skelltum okkur í Hrunalaug. Hrunalaug er nokkurskonar villibað en samt aðeins manngert. Neðri laugin er að hlutatil steypt og það er yfirbyggt skjól þar, sem nýtist til þess að skipta um föt. Í gegnum skjólið rennur heitt vatn, sem hitar aðeins rýmið. Efri laugin er grafinn inn í hlíðina og er hlaðin úr grágrýti. Báðar laugarnar eru frekar litlar.
Með þessum fallegu myndum vil ég óska ykkur hamingju yfir jólin. Myndasmiður Jón Smári.

Efri laug.

Neðri laug, ofan til hægri megin er efri laug.


Neðri laug og skólið. Þessi mynd var tekin á 30 sek, eftir 15 sek færðum við okkur þannig að það eru tveir Bjarkar og Siggar.



Á leiðinni í baðið.

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Myndband sem ég bjó til fyrir Glymson group. Myndbandið var gert fyrir aðalfund félagsins í nóvember 2008.

Nú er ég búin að vera á Íslandi í viku tíma og búin að hafa það mjög gott, hitta fjölskyldu og vini. Er núna að byrja vinna verkefni fyrir Súðavíkur kirkju. Það sem mér er falið að gera er að útfæra minnisvarða og hanna umhverfi hans.

laugardagur, nóvember 01, 2008

Nú hef ég lokið við áfangann Digital terrain modeling (Autocad Civil 3d). Læt fylgja lokaverkefni frá þeim áfanga.















laugardagur, október 25, 2008

Var að skila loka verkefni ásamt hópnum mínum í áfanganum Digital terrain modeling (Autocad Civil 3d). Eigum reyndar eftir að kynna verkefnið, það verður gert á þriðjudaginn. Ég er ánægður með verkefnið, lenti líka í góðum hóp í þetta skiptið, sem betur fer. Ætla að setja verkefnið inn á síðuna í næstu viku. Annars er lítið annað að frétta, annað en að skólinn gengur. Sakna aðeins að vera ekki í rafmagnsleysinu og öllum snjónum fyrir vestan.
Ég og Helga syss skárum út grasker í vikunni, aðeins að taka þátt í hrekkjarvökunni. Myndir fylgja af graskerinu.






Fékk smá leið á lærdómnum, þannig að ég fór bara að Photo'shoppa.


laugardagur, október 18, 2008

Britta vann getraun vikunnar. Síðan gefur henni vegleg verðlaun, fyrir góðan árangur. Svarið við spurningunni er að knapinn er ekki í vinstra ístaðinu. Knapinn á myndinni er Aggi Magg, hann ríður Glym frá Innri Skeljabrekku, mér sýnist þetta vera Fiskilækjar töltið. Þetta er nú ekki vanalegt að sjá hjá svona góðum knapa. Aggi er einn af okkar bestu knöpum og er þetta óvenjulegt fyrir hann.
Annars var ég að koma frá Dragör, Helga og Per buðu mér í mat. Það eru alltaf jólin hjá þeim, þau eru alveg ótrúleg. Gott að eiga góða að!
Sá sem er fyrstur að sjá eitthvað athugavert við þessa mynd, fær verðlaun frá síðunni.


Langar að taka það fram flestar myndir á síðunni eru teknar á símann minn. Þannig að gæðin eru kannski ekki alveg nógu góð.

föstudagur, október 17, 2008

Frekar merkileg mynd. Jón Páll, Búri og Fjölnir.
The Icelandic tattoo corp.

Félagarnir Sindir og Jón Rafnar.

Veronika vinkona, Jón Rafnar, Helga Syss og Per.


Um síðustu, allt svo helgi hafði Jón Rafnar félagi samband. Hann var á leið á húðflúr session í Malmö og bauð mér með, strákurinn skellti sér með að sjálfsögðu. Rétt áður en ég lagði af stað ákvað Helga syss og Per að kíkja með. Það var vægast sagt gaman! Mikið af alls konar fólki, með mikið húðfúr. Mér fannst sérstaklega gaman af því að sjá hvað fólk í þessu fagi er ótrúlegir listamenn. Nokkrar myndir fylgja.