laugardagur, júní 28, 2008

Kíkti á litlu folaldið snemma í kvöld, Brynjar Atli átti leið upp í sveit og við ákváðum að kíkja á hryssuna í leiðinni. Eftir það kíktum við á Guðbjörn, hann var hálf lúinn enda búin að vera í viku hestaferð. Myndir sem fylgja vöru teknar með símanum mínum, tek betri myndir seinna.

Litla folaldið svarta.

Folaldið í stóðinu.


Kettlingarnir sem læðan hans Guðbjörns átti fyrir skemmstu. Þeir fást gefins, ef þið hafið áhuga.

P.s. Hryssan á eftir að verða grá, eða svipuð á litin eins og afi sinn alltsvo Huginn frá Haga. Þannig að nú veit ég bara ekkert hvað ég á að skýra hana! Hjálp.

föstudagur, júní 27, 2008

Kom heim í gær, flugið var gott. Alltaf gott að hafa ferða félaga, Bjössinn sem er í sama námi og ég flaug með sömu vél. Gisti hjá Gunnari, Rakel og Ísari í nótt, alltaf gaman að vakna þar, Ísar var mjög hress í morgun og ég var mjög ánægður þegar ég vissi að hann væri í fríi frá leikskólanum, þannig að við höfðum nægan tíma í morgun til að leika okkur. Eftir hádegi kíkti ég og Jón í vinnuna til Ingvars, yfir kaffibolla var spjallað um Hornstranda ferð sem þér eru að skipuleggja, þeir vilja endilega að kallinn komi með, aldrei að vita nema að ég skelli mér. Er núna á leiðinni að skoða litlu hryssuna mína.
p.s. Er málið að fara á tónleikana á morgun?

miðvikudagur, júní 25, 2008

Heimferðin að verða að veruleika, lendi um kl 23:00 annað kvöld, alltsvo fimmtudaginn 26 júní. Hlakka mikið til að hitta alla. P.s. ef þið hafið tillögur um fallegt nafn á litla svarta hryssu þá endilega skrifið comment.

mánudagur, júní 23, 2008

Var að spila síðasta leikinn á tímabilinu, það gekk vel við unnum! Ég átti skot í slá í fyrri hálfleik og í stöng í seinni, hvað er það? Reyndar bjargaði á línu, það er nú eins og að skora. Langar að spila í sumar, er að spá í að endurnýja samninginn minn við ÍA, ekki veitir þeim af. Hvað finnst ykkur um það?

fimmtudagur, júní 19, 2008

Það er fædd sótsvört hryssa! Það var það sem ég óskaði mér, þannig að ég er mjög sáttur. Verður gaman að koma heim og hitta litla folaldið.
Mér gekk vel í prófinu, ótrúlegur léttir að vera búin með áfangann Landskabsplanlægning Theme Course: Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar, hópurinn sem ég var í var mjög erfiður o.s.frv. Fyrir vikið er lántum betra að vera búin með áfangann. Ég er ótrúlega glaður með þetta og ég er farinn að hlakka mikið til að fara heim.

laugardagur, júní 14, 2008

Var að skila, ásamt hópnum mínum alltsvo verkefni í áfanganum Landskabsplanlægning Theme Course: Svo er það prófið lýðveldisdaginn, ég er mjög kvíðinn! En ég fer í gegn um þetta, enda búin að leggja mikið á mig síðustu mánuði.

Ég er yfirlýstur stuðningsmaður Hollands, vildi bara koma því að. Endilag segið mér hvert er ykkar lið, alltsvo í comment’i.

P.s Alltaf gaman að fá Comment, endilaga verið dugleg að comment’a.

laugardagur, júní 07, 2008

Það eru 33°, alltsvo mikill hiti hér í Dragör. Sit á spjalli með Helgu, Per og þeirra vinafólki..... og mér líður eins og ég sé á spáni. Er semsakt í fríi frá skólanum í dag og ætla að njóta þess.

föstudagur, júní 06, 2008

Lítið að frétta... annað en að það er mjög mikið að gera í skólanum. Var að kynna verkefnið ásamt hópnum mínum... eða allt svo hluta af honum. Kynningin gekk vel. Ég er ekki lengur stressaður fyrir prófið, vegna þess að kennarar voru ánægðir með verkefnið. Öðru í annað... þar til að ég fer heim ætla ég að vera hjá Helgu systir. Sem er mjög gott, alltaf jólin hjá Helgu, Per, Sandra og Andri, það ríkir ákveðin hressleiki hér í Dragör.

föstudagur, maí 30, 2008

Er buid ad vera mjøg mikid ad gera i skolanum... Er i hopavinnu med 3 ødrum einstaklingum og tveir af teim eru alveg leidinleigir. Ekki hægt ad gera teim til geds. En nu er eg farin ut i godavedrid. Kemur skemmtilegra blogg von bradar.

föstudagur, maí 23, 2008

Ég fékk skemmtilegt email frá Sunnu Birnu vinkonu minni, sem býr núna með Ása á Lambeyrum ásamt dóttur þeirra. Þannig er mál með vexti að þau gáfu mér gimbur sem heitir Lóló og hún var að bera fyrir skömmu. Hér er mynd af Lóló ásamt öðru lambinu.

mánudagur, maí 19, 2008

Nokkrar myndir frá Berlín, aðeins brot af myndunum (myndir eru fengnar frá Lilju Filippusdóttir).

Skrítið mannvirki.

Útsýnis bátsferð (fór ekki í svoleis).

Skrýtið hús.



Hlynur á mynda og Jón að súpa.



Metro - Retro.



Þarna inn er skeitpark sem hefur að geyma strærsta half pipe í evrópu.


Sundlaug í miðri á.


Siggi léttur á sér.

sunnudagur, maí 18, 2008

Kom frá Berlín í gærkvöldi (17 maí), ferðin var mjög athygglisverð! Gistum austan megin við gamla vegginn, ég mæli með því. Gaman að sjá hverni hlutirnir eru að þróast þar. Það er ótrúlega mikið hægt að skoða í Berlín. Ætla að setja inn myndir frá ferðinni fljótlega.

laugardagur, maí 10, 2008

Fór í göngutúr með Adda, Helgu og Ástu, myndir fylgja frá Íslandsbryggju, veðrið er búið að vera ótrúlega gott í dag.



"Í nógu var að snúast hjá björgunarsveitum á Vestfjörðum í nótt að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Ófært var um Steingrímsfjarðarheiði og var hún lokuð í nótt en þrátt fyrir lokunina fóru nokkrir á heiðina og lentu í vandræðum vegna blindrar færðar og þurftu á aðstoð að halda." (bb.is 10 maí).

Sá þessa frétt á bb vefnum og varð að blogga um hvað er gott veður hér í Köben. Nú er ég á Íslandsbryggju í 30° í góðum vina hóp. Er í heimsókn hjá Adda, Heldu og Ástu litlu. Ég og Addi erum að reyna að vinna smá, en það er bara erfitt að einbeita sér í góða veðrinu.
Var í heimsókn hjá örðum góðum vinum í gær. Kristjan og Berglind buðu mér í mat, ásamt vinafólki sínu. maturinn var svaka góður, nauta kjöt með geita ost og sultu. Ég mæli með að fólk prufi það. Ætla setja myndir af góðviðrinu inn á eftir.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Tessar teikningar vann eg fyrir hopinn minn i afanganum tema Landskabsplanlægning. Greininga og hønnunar teikningar.



3d skissa



Cross section.

Cross section, sketch.



Transparent 3d (space analys).


Eye level.
Eye level, people.
A tessari ønn er eg ad gera greiningar og hønnunar verkefni, eg a ad endurskipuleggja storan park i Malmø, nanar tiltekid Kronbæcksparken. Her koma 3 myndir Kronbæcksparken, sem voru teknar tegar eg heimsotti tann gard.


Var ad koma ut ur skolastofunni...... kynningin gekk agætlega, eg var ekki anægdur med mina framistødu. En mer er alveg sama! Svo er tad Berlin i næstu viku, eftir tad byrjar loka verkefnid i tessum afanga. Tannig ad eg er farinn ad sja fyrir endan a tessu, mer er lika farid ad hlakka mjøg mikid til tess ad koma heim!

þriðjudagur, maí 06, 2008

Nú ætla ég að fara að spýta í lófana og byrja að blogga aftur. Málið er að ég hef verið í lélegu net sambandi og í veseni með að koma myndum úr símanum mínum. Það hefir mikið gerst síðan ég bloggaði síðast og ef ég ætlaði að blogga um það yrði það mjög langt blogg. Maðal annars hefur öll fjölskyldan mín komið og tveir af mínum vinum, það er alltaf gaman að fá heimsókn! Það er búið að vera mjög gott veður upp á síðakastið, svipað og það gerist best heima yfir há sumar. Annars er búið að vera mikið að gera í skólanum, var ásamt hópnum mínum að skila í dag, eigum svo að kynna á morgun. Í byrjun næstu viku fer ég með bekknum til Berlín og verð þar í nokkra daga. Reyni að blogga áður en ég fer og vona að ég komi nokkrum myndum á síðuna.

sunnudagur, mars 09, 2008

Hér fyrir neðan er myndband sem við gerðum í áfanganum Teori og metode i landskabsarkitektur. Í hópnum var Arna Dögg, Björn Ingi, Dýrleif, Henrietta, Hlynur Gauti, Sophi og Sigurður Friðgeir. Verkefnið snerist um að bera saman annars vegar Carlsberg svæðið í köben og hins vegar Castlefield svæðið í Manchester, með shrinking citeis fyrirbærið í huga. Gæðin eru ekki góð hér, því að plássið er takmarkað. En fyrir áhugasama er hægt að nálgast myndbandið í betri gæðum hjá mér.