Hér fyrir neðan er myndband sem við gerðum í áfanganum Teori og metode i landskabsarkitektur. Í hópnum var Arna Dögg, Björn Ingi, Dýrleif, Henrietta, Hlynur Gauti, Sophi og Sigurður Friðgeir. Verkefnið snerist um að bera saman annars vegar Carlsberg svæðið í köben og hins vegar Castlefield svæðið í Manchester, með shrinking citeis fyrirbærið í huga. Gæðin eru ekki góð hér, því að plássið er takmarkað. En fyrir áhugasama er hægt að nálgast myndbandið í betri gæðum hjá mér.
sunnudagur, mars 09, 2008
laugardagur, mars 08, 2008
Búið að vera mjög mikið að gera í skólanum. Vorum að kynna verkefnið okkar í gær föstudag. Við notuðum video tækni til að kynna verkefnið, þar af leiðandi var mikil vinna lögð í það. Til að mynda var hluti af hópnum að vinna í myndbandinu frá 8 að fimmtudags morgni og alveg fram að kynningu. Þegar ég fór að sofa í gær hafði ég vakað í hart nær 38 tíma. Myndirnar sem fylgja voru teknar þegar við vorum að gera verkefnið. Myndbandið kemur vonandi á bloggið í kvöld.
Heyrði í Gústa um helgina, hann sagði mér skemmtilegar fréttir! Finnur (Eyri) var að járna stóðhestinn okkar hann Guðfinn. Finnur ætlaði bara að járna fram lappirnar, en Finnsi var að kjafta við Sigga á Vatni í símann og gleymdi sér e-ð við það og áður en hann vissi af var hann búin að járna þrjár lappir. Ég veit að Siggi á Vatni er mjög hress náungi og það er alveg hægt að gleyma sér þegar spjallað er við hann. En það sem er merkilegt er það að Guðfinnur er aðeins þriggja vetra og Finnsi járnaði hann með símann á öxlinni! Greinilegt að Guðfinnur er með mjög gott geðslag.
Ég frétti einnig að nokkrir bændur úr Dölunum hafi heimsótt Finnsa, þar sáu þeir til Guðfinns þar sem hann athafnaði sig í gerðinu. Þeir voru allir sammála um að yfirlínan væri sterk og í senn afslöppuð, höfuðburðurinn stöðugur svo og takturinn, fasmikill hestur þar á ferð og ekki skemmdi liturinn fyrir.

Finnur með hundinn Skugga að vitja hrossanna
laugardagur, mars 01, 2008
Gunnar Bróðir kíkti til Köben um daginn. Ég og Kristján fórum út á flugvöll og sóttum kappann, strax eftir það var farið út að borða á matsölustaðinn Bankro, góður matur þar. Gunnar kom á þeim tíma sem ég var svikinn um íbúðina, þar af leiðandi gat ég ekki boðið honum gistingu, þannig að það var gist hjá Helgu systir. Sem var mjög gaman langt síðan að við höfum öll hist.
föstudagur, febrúar 29, 2008
Aðall varð í 3. sæti í flokki 5 vetra stóðhesta á landsmótinu 2004. Hann varð 1. sæti í flokki stóðhesta 6 vetra og eldri á fjórðungsmótinu á Kaldármelum 2005. Afkvæmin lofa mjög góðu, þau virðast erfa gott geðslag og fallegar hreyfingar. Á unghrossasýningu í Reiðhöllinni á Blönduósi 2006, stóð efstur í flokki 3 vetra ungfola Aðalssonur og vakti lukku.
Ég var heppinn að kynnast Ollu í Nýjabæ, hún er góð og afar dugleg kona. Hef hjálpað henni lítisháttar en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég nefni hana er sú að hestur vikunnar er í hennar eign, hann Aðall frá Nýjabæ. Vonandi tekur Aðall þátt í fimm gangi á LM, að öllum líkindum er hann eftir að standa sig vel þar.
Ég var heppinn að kynnast Ollu í Nýjabæ, hún er góð og afar dugleg kona. Hef hjálpað henni lítisháttar en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég nefni hana er sú að hestur vikunnar er í hennar eign, hann Aðall frá Nýjabæ. Vonandi tekur Aðall þátt í fimm gangi á LM, að öllum líkindum er hann eftir að standa sig vel þar.
sunnudagur, febrúar 24, 2008
fimmtudagur, janúar 31, 2008
Tvær myndir sem ég málaði. Myndin er tekin af bókahillu. Málverkin eru í eigu Sonju Lindal http://sonjalindal.bloggar.is/
þriðjudagur, janúar 29, 2008
miðvikudagur, janúar 23, 2008
Hestur vikunnar að þessu sinni er Glymur frá Innri-Skeljabrekku. Hann hefur meðal annars verið heimsmethafi með einkunnina 8,67 fyrir hæfileika aðeins 4 vetra gamall, sem er hæsti hæfileika dómur frá upphafi sem gefinn hefur verið fyrir fjögra vetra gamlan stóðhest. Hlakka til að sjá hann á LM 2008. Á myndunum er Glymur ásamt eigendum sínum þeim Finnsa, Lenu, Gunnari og Aggi Magg, sem er knapi hestsins.


laugardagur, janúar 19, 2008
Er búin að vera að læra undir munnlegt próf í áfanganum Woodland design..... Hef vera að taka páfagaukinn á þetta, vona að það virki. Annars allt gott, veðrið gott, allir hressir og Áfram Ísland, djók. Set mynd af kíkí fuglinum hans Ísars, væri gott að hafa Kíkí til að hjálpa sér við lærdóminn! Læt eina mynd fylgja af eiganda Kíkí, honum Ísari Hólm.


fimmtudagur, janúar 17, 2008
Íslenskir kirkjugarðar, verkefni sem við höfum verið að fást við síðastur daga. Tókum á það ráð að læra heima á Lobaerdy, það er ekki gott að vera endalaust upp í skóla, enda of mikið af dönum þar!. Verkefnið hefur gengið vel og ég held að niðurstaða verkefnis sé hvað kirkjugarðurinn í Grafarvogi Gufunes kirkjugarður er ekki sá best skipulagði!. Allaveg hér koma nokkrar myndir af hópnum. Takið eftir hvað Biggi er góður á “músinni”. Jamm hópurinn saman stendur af Belind, Bigga, Jóni og kallinn.


Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)