Búið að vera mjög mikið að gera í skólanum. Vorum að kynna verkefnið okkar í gær föstudag. Við notuðum video tækni til að kynna verkefnið, þar af leiðandi var mikil vinna lögð í það. Til að mynda var hluti af hópnum að vinna í myndbandinu frá 8 að fimmtudags morgni og alveg fram að kynningu. Þegar ég fór að sofa í gær hafði ég vakað í hart nær 38 tíma. Myndirnar sem fylgja voru teknar þegar við vorum að gera verkefnið. Myndbandið kemur vonandi á bloggið í kvöld.