Biggi og Hlín buðu í kvöldverð á síðasta laugardag, ég var samferða Bjössa og Hildi, gott að hafa ferðafélgar enda langt til þeirra hjúa. Á leiðinni til þeirra hittum við Þór steinsmið sem var einnig á liðinni upp í sveit, Þór var mjög hress, gaman að hitta á hann. Myndir fylgja.
fimmtudagur, maí 14, 2009
föstudagur, maí 08, 2009
Vinnu vikan er búin að vera mjög góð, verkefnið gengur, er búin að vera mikið í skólanum.....
..... á góða vini hér í Köben, á miðvikudaginn buðu þau Addi og Helga mér í grill svo var ég að enda við að koma úr matarboði hjá Tóta og kristínu. Það er bara ágætt að vera í hér þegar mikið er að gera og þegar ég hitti mikið af góðu fólki. Takk fyrir mig.

..... á góða vini hér í Köben, á miðvikudaginn buðu þau Addi og Helga mér í grill svo var ég að enda við að koma úr matarboði hjá Tóta og kristínu. Það er bara ágætt að vera í hér þegar mikið er að gera og þegar ég hitti mikið af góðu fólki. Takk fyrir mig.

DR Byen Metro stopp, tók þessa á leiðnni heim frá Tóta og Kristínu.
þriðjudagur, maí 05, 2009
Hitti Helgi syss og Per á sunnudaginn, við fórum á Nyhavn, skoðuðum okkur um í Frederiksberg og svo skelltum við okkur á FCK leik í Parken. Mæli með því að fara á leik þar, skemmtileg stemming. Um kvöldið hitti ég Friðrik Már og Sonju, við kíktum á kaffihús á Nörreport. Friðrik var að dæma kynbóta hross um helgina, þess vegna var hann staddur hér.
laugardagur, maí 02, 2009
Var rétt í þessu að koma heim úr skólanum, á leiðinni heim fórum við Jón og Þórdís á kaffihús, rétt hjá Frederiksberg center. Umhverfið þar er mjög flott, er reyndar búin að fjalla um það hér áður, en núna tók ég nokkrar myndir af því hverni lýsing er notuð þar. Annað merkilegt við þetta svæði eru dýrahljóðin sem er skotið út í umhverfið með hátölurum sem eru faldir í rjóðrinu.
Munstur notað í lýsingu til að ná sérstakri stemmingu. Græna ljósið er til þess að vísa hólreiða fólki veginn.

Bjössi og Jón Rafnar kíktu á mig á föstudagskvöldið. Vorum að spila Wii, vorum aðalega í box leiknum. Mjög gaman, myndir fylgja. Takk fyrir gott kvöld félagar.
miðvikudagur, apríl 29, 2009
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Færslan hér fyrir neðan fjallaði um vettvangsferð um Ørestad City. Þetta fjölbýlishús stendur hérumbil á milli Fields og Bella center. Hönnuður er hin unga arkítektastofa B.I.G. (Bjarke Ingels). Þetta mannvirki fannst mér standa upp úr í ferðinni. Myndir og texti fylgir.
Hér er svo sannarlega komið sumar, gott veður dag eftir dag. Í ljósi þess var dagurinn í dag (28 apríl) nýttur í að skoða nýtt hverfi í Kaupmannahöfn, skoða skipulag, grænsvæði, arkítektúr o.s.frv. Aðalega til að fá innblástu fyrir lokaverkefni okkar Bigga, nú erum við semsagt að sigla inní hönnunar hluta verkefnis. Síðustu vikur hafa farið í greiningar vinnu, heimildaröflun og lestur. Sá hluti verkefnis var sendur til leiðbeinanda í gær, eigum svo fund með henni í fyrramálið. Myndir og texti fylgja. Tók myndir á símann minn og skeytti nokkrum saman í Photoshop.
Loftmynd af svæðinu (Ørestad).

fimmtudagur, apríl 23, 2009
Smellti einni mynd á leiðinni heim úr skólanum. Nemendur úr viðskiptaháskólanum tóku sér greinilega smá frí frá Excel í dag, því þau sátu í grasinu á sötri og voru aðeins kennd. Veðrið var mjög gott í dag! Þrátt fyrir góða veðrið er ég komin með ræpuna á að hanga í þessari borg.

Fyrir utan CBS, Copenhagen Business School.
þriðjudagur, apríl 21, 2009
Tók þessa mynd 20 apríl, þurfti að skeyta henni saman í myndasjóppunni, síminn er ekki að ráða við að taka landscape myndir. Það hlýnar með degi hverjum og gróðurinn er allur að koma til. Annars er lítið að frétta af mér, ritgerðin gengur. Eigum fund með leiðbeinanda í næstu viku, á ekki von á öðru en að hún verði ánægð með það sem við höfum unnið.

fimmtudagur, apríl 16, 2009
miðvikudagur, apríl 15, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)