föstudagur, maí 08, 2009

Vinnu vikan er búin að vera mjög góð, verkefnið gengur, er búin að vera mikið í skólanum.....
..... á góða vini hér í Köben, á miðvikudaginn buðu þau Addi og Helga mér í grill svo var ég að enda við að koma úr matarboði hjá Tóta og kristínu. Það er bara ágætt að vera í hér þegar mikið er að gera og þegar ég hitti mikið af góðu fólki. Takk fyrir mig.


DR Byen Metro stopp, tók þessa á leiðnni heim frá Tóta og Kristínu.

þriðjudagur, maí 05, 2009

Hitti Helgi syss og Per á sunnudaginn, við fórum á Nyhavn, skoðuðum okkur um í Frederiksberg og svo skelltum við okkur á FCK leik í Parken. Mæli með því að fara á leik þar, skemmtileg stemming. Um kvöldið hitti ég Friðrik Már og Sonju, við kíktum á kaffihús á Nörreport. Friðrik var að dæma kynbóta hross um helgina, þess vegna var hann staddur hér.

Parken.

Per og Helga.

laugardagur, maí 02, 2009

Var rétt í þessu að koma heim úr skólanum, á leiðinni heim fórum við Jón og Þórdís á kaffihús, rétt hjá Frederiksberg center. Umhverfið þar er mjög flott, er reyndar búin að fjalla um það hér áður, en núna tók ég nokkrar myndir af því hverni lýsing er notuð þar. Annað merkilegt við þetta svæði eru dýrahljóðin sem er skotið út í umhverfið með hátölurum sem eru faldir í rjóðrinu.

Munstur notað í lýsingu til að ná sérstakri stemmingu. Græna ljósið er til þess að vísa hólreiða fólki veginn.

Tré lýst upp með geislum frá rauðum perum.

Vatns úði lýstur upp, fyrir aftan er veggur með innfelldu ljósi, svo lekur lítill foss yfir.

Upphækkað, lítið grænt svæðu.

Bjössi og Jón Rafnar kíktu á mig á föstudagskvöldið. Vorum að spila Wii, vorum aðalega í box leiknum. Mjög gaman, myndir fylgja. Takk fyrir gott kvöld félagar.
Kallarnir.

Jón að rota blokkumann með yfirvaraskegg.

Bjössinn með hægri krók í síðuna.


Knok out!

Alika (hudurinn á heimilinu) horfði á kræsingarna, eitthvað orðin leið á þurrfóðrinu.

Alika varð öll æst þegar við vorum að boxa!

Svo snappaði hún! Btw hún er 10 ára, ég hef ekki séð hana svona hressa áður.

Rakst á þennan gaur á fimmtudaginn. Flottur sá gamli.


miðvikudagur, apríl 29, 2009

Fór á fund með leiðbeinanda, ásamt Bigga í morgun. Fundurinn gekk vel, Bettina er ánægð með það sem komið er. Hún hvatti okkur til að vinna meira með módelið og kíkja á fleyri greinar sambandi við endurnýtingu gamalla iðnaðarhúsa. Meðfylgjandi er mynd sem ég tók í dag.

Komin lauf á þessi Eikar tré. Í dag 23° og logn.

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Færslan hér fyrir neðan fjallaði um vettvangsferð um Ørestad City. Þetta fjölbýlishús stendur hérumbil á milli Fields og Bella center. Hönnuður er hin unga arkítektastofa B.I.G. (Bjarke Ingels). Þetta mannvirki fannst mér standa upp úr í ferðinni. Myndir og texti fylgir.


Samsett mynd af húsi.

Þessi hlið snýr í suður, allar íbúðir í húsinu hafa svalir í suður.

Undir húsi og norðanmegin er bílageymsla, góð nýting á skugga svæði eðs öllu heldur mjög góð nýting á suðurhlið.

Táknræn mynd. Þessi mynd er í bílageymslu. Forustu geit á toppi bílafjalls.

Mikið af björtum litum eru notaðir, aðalega í bílageymslu og hluta af húsi. Þarna má líka sjá stigagang, mjög bjart þrátt fyrir að gera hluti af bílageymslu.

Stigagangur gler og litir.

Tekið inn í bílageymslu, inngangur í íbúðir.

Hér er svo sannarlega komið sumar, gott veður dag eftir dag. Í ljósi þess var dagurinn í dag (28 apríl) nýttur í að skoða nýtt hverfi í Kaupmannahöfn, skoða skipulag, grænsvæði, arkítektúr o.s.frv. Aðalega til að fá innblástu fyrir lokaverkefni okkar Bigga, nú erum við semsagt að sigla inní hönnunar hluta verkefnis. Síðustu vikur hafa farið í greiningar vinnu, heimildaröflun og lestur. Sá hluti verkefnis var sendur til leiðbeinanda í gær, eigum svo fund með henni í fyrramálið. Myndir og texti fylgja. Tók myndir á símann minn og skeytti nokkrum saman í Photoshop. Loftmynd af svæðinu (Ørestad).

Stórt og mikið grænt svæði milli hárra bygginga. Mér leið eins og ég væri staddur einn milli tveggja fjalla, frekar einmannalegt.

Nokkur skemmtileg leiktæki eru á svæðinu.

Pínu hæðamismunur.

Skemmtilegt og flott leiktæki.

fimmtudagur, apríl 23, 2009

Smellti einni mynd á leiðinni heim úr skólanum. Nemendur úr viðskiptaháskólanum tóku sér greinilega smá frí frá Excel í dag, því þau sátu í grasinu á sötri og voru aðeins kennd. Veðrið var mjög gott í dag! Þrátt fyrir góða veðrið er ég komin með ræpuna á að hanga í þessari borg.

Fyrir utan CBS, Copenhagen Business School.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Tók þessa mynd 20 apríl, þurfti að skeyta henni saman í myndasjóppunni, síminn er ekki að ráða við að taka landscape myndir. Það hlýnar með degi hverjum og gróðurinn er allur að koma til. Annars er lítið að frétta af mér, ritgerðin gengur. Eigum fund með leiðbeinanda í næstu viku, á ekki von á öðru en að hún verði ánægð með það sem við höfum unnið.

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Tók þessa mynd á leiðinni úr skólanum í dag. Tréin eru öll að koma til. En ég vil taka það fram að það var alls ekki heitt í dag, um 8° kl 18:00 (16 apríl).

Myndin er tekin á símann minn eins og allar aðrar myndir á þessari síðu.
Per, Sandra, Thes, Helga Syss og tjallinn á góðri stund í Marielyst.

Fleiri myndir frá páskafríi. Við fórum mjög mikið á Gokart brautina, þar sem var mikið barist.

Sandra, Per og ég, smá óhapp í uppsiglingu.

Kallinn, Sandra og Per.

Per að sneiða u-beygju.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Fór í sumarbústað yfir Páskana, ásamt Helgu syss, Per, Söndru og Thes. Sumarbústaðurinn er á svæði/bæ sem heitir Marielyst, sem er neðarlega á Lálandi. Bústaðurinn er stutt frá ströndinni og Marielyst miðbænum. Nokkrar myndir fylgja.

Bústaður.
Sést aðeins í gestahúsið.

Per í góðum gír.

Huggulegt.

Svefnloft.

Hornbaðkar og svo er líka gufubað.

Sandra og Helga.

Per og Thes

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Nokkrar myndir af skólanum mínum. Myndirnar voru teknar föstudaginn 3 apríl, hitinn var um 15 gráður.

Garður á milli bygginga, þarna er oft setið ef gott er veðrið.

Landslags Arkítekta deildin.

Fólk að snæða hádegisverð í grasagarðinum við skólann.
Þarna vorum við Jón að koma úr ræktinni. Bókasafnið er þarna á bakvið og ræktin er í því húsnæði.

Átti alltaf eftir að skoða mig um í Austurbrú, þannig að ég tök röltið um síðustu helgi, skoðaði marga garða og gömul hús. Mér fannst eins og ég væri kominn aftur í tímann, svo kom allt í einu móterhjól brunandu aftur í tímann, mjög fyndið að sjá þetta. Mynd fylgir.


miðvikudagur, apríl 01, 2009

Þegar ég geng úr skólanum og á þann stað sem ég leigi, geng ég í gegnum nýja svæðið hjá Frederiksber center. Það er hannað af danska landslagsarkítektinum Stig L. Andersson, mjög flott svæði, þar sem er mikið lagt uppúr óhefðbundni hönnun, þar sem er t.d. notast við gufu, litaða lýsingu og dýrahljóð. Tók tvær myndir (Nokia N73) um klukkan 19:30, í kvöld (1 aprí.), hitinn var á bilinu 6-7 gráður.


Gönguleið hjá Viðskiptar háskólanum.