fimmtudagur, apríl 23, 2009

Smellti einni mynd á leiðinni heim úr skólanum. Nemendur úr viðskiptaháskólanum tóku sér greinilega smá frí frá Excel í dag, því þau sátu í grasinu á sötri og voru aðeins kennd. Veðrið var mjög gott í dag! Þrátt fyrir góða veðrið er ég komin með ræpuna á að hanga í þessari borg.

Fyrir utan CBS, Copenhagen Business School.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Tók þessa mynd 20 apríl, þurfti að skeyta henni saman í myndasjóppunni, síminn er ekki að ráða við að taka landscape myndir. Það hlýnar með degi hverjum og gróðurinn er allur að koma til. Annars er lítið að frétta af mér, ritgerðin gengur. Eigum fund með leiðbeinanda í næstu viku, á ekki von á öðru en að hún verði ánægð með það sem við höfum unnið.

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Tók þessa mynd á leiðinni úr skólanum í dag. Tréin eru öll að koma til. En ég vil taka það fram að það var alls ekki heitt í dag, um 8° kl 18:00 (16 apríl).

Myndin er tekin á símann minn eins og allar aðrar myndir á þessari síðu.
Per, Sandra, Thes, Helga Syss og tjallinn á góðri stund í Marielyst.

Fleiri myndir frá páskafríi. Við fórum mjög mikið á Gokart brautina, þar sem var mikið barist.

Sandra, Per og ég, smá óhapp í uppsiglingu.

Kallinn, Sandra og Per.

Per að sneiða u-beygju.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Fór í sumarbústað yfir Páskana, ásamt Helgu syss, Per, Söndru og Thes. Sumarbústaðurinn er á svæði/bæ sem heitir Marielyst, sem er neðarlega á Lálandi. Bústaðurinn er stutt frá ströndinni og Marielyst miðbænum. Nokkrar myndir fylgja.

Bústaður.
Sést aðeins í gestahúsið.

Per í góðum gír.

Huggulegt.

Svefnloft.

Hornbaðkar og svo er líka gufubað.

Sandra og Helga.

Per og Thes

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Nokkrar myndir af skólanum mínum. Myndirnar voru teknar föstudaginn 3 apríl, hitinn var um 15 gráður.

Garður á milli bygginga, þarna er oft setið ef gott er veðrið.

Landslags Arkítekta deildin.

Fólk að snæða hádegisverð í grasagarðinum við skólann.
Þarna vorum við Jón að koma úr ræktinni. Bókasafnið er þarna á bakvið og ræktin er í því húsnæði.

Átti alltaf eftir að skoða mig um í Austurbrú, þannig að ég tök röltið um síðustu helgi, skoðaði marga garða og gömul hús. Mér fannst eins og ég væri kominn aftur í tímann, svo kom allt í einu móterhjól brunandu aftur í tímann, mjög fyndið að sjá þetta. Mynd fylgir.


miðvikudagur, apríl 01, 2009

Þegar ég geng úr skólanum og á þann stað sem ég leigi, geng ég í gegnum nýja svæðið hjá Frederiksber center. Það er hannað af danska landslagsarkítektinum Stig L. Andersson, mjög flott svæði, þar sem er mikið lagt uppúr óhefðbundni hönnun, þar sem er t.d. notast við gufu, litaða lýsingu og dýrahljóð. Tók tvær myndir (Nokia N73) um klukkan 19:30, í kvöld (1 aprí.), hitinn var á bilinu 6-7 gráður.


Gönguleið hjá Viðskiptar háskólanum.




sunnudagur, mars 29, 2009

Á miðnætti 29 mars breyttist klukkan hér í Danmörku. Núna er tíma mismunur tvær klukkustundir á undan, miðað við Ísland. Læt mynd fylgja sem ég tók í dag 29 mars, mig langar að kalla hana Á gulu ljósi, því að manni líður alltaf þannig hér í Köben, að minsta kosti mér haha.

Eins og aðrar myndir á þessari síðu er þessi mynd tekin á símann minn.

Fór í hraðbanka um daginn og sá þetta skilti við hlið hans. Eins og sést á þessu skilti er ísl krónan dauð! Út af hverju er ekki löngu farið að nota annan gjaldmiðil á Íslandi? Þá yrði lífið mitt allavega mun betra.


föstudagur, mars 27, 2009

Myndir sem ég tók á símann minn, frá sýningunni Yes is more, sem er í gangi hér í Köben.
Mikið af modelum.
Lego og það má sjá Bigga á bakvið modelið.


Öll verk fá sitt lógó, hann markaðsetur öll verk! Hald að það sé ástæða fyrir velgengni hans.


Mér leist vel á þetta.


Flott model


Fór á sýninguna um verk Bjarke Ingels arkítekt um daginn, mjög flott verk sem hann hefur gert. Sýningin ber heitið "Yes is more". Bjarke er um þessar mundir á Íslandi að kynna húsið sem hann og co hönnuðu fyrir Landsbankann.

http://www.big.dk/

mánudagur, mars 09, 2009

Átti góðan dag í gær, Tóti og Kristín buðu mér í frokost, Jón og Þórdís voru líka ásamt krökkunum. Hélt fyrst að ég væri bara að koma í venjulegan hádegismat, en það var ekki þannig, þau buðu upp á lanbakjót og hangikjót, alvöru Íslensk máltíð, rosa góð máltíð.

Um kvöldið var svo tekið spil (carcassone), heima hjá Jóni og Þórdísi. Stefán, Arna og Eiríkur komu svo til að spila.

Jón, Stefán, Arna og Eiríkur.

Fórum í dýragarðinn við Frederiksberg have. Mælið með því, mjög gaman að sjá öll dýrin og skipulegið þar. Myndir fylgja.

Þórdís, Jón, Lára og Ásta að skoða fílana.
Lára og Ásta, þeim fannst rosa gaman, sérstaklega í kanínugarðinum.


Fílar og fallega heimilið þeirra.

Aparnir þeir voru hressir.




Úlfarnir! Svakalegir.

Ísbirnir að borða.

föstudagur, mars 06, 2009

Ásamt því að vera skrifa lokaritgerð er ég ásamt fjórum öðrum að taka þátt í hönnunar samkeppni. Við höfum verið að nota föstudagana í það verkefni. Myndir fylgja.

"LIFE" heitir landslagsarkítekta deildin í skólanum mínum.

Bjössi, Biggi og Jón.


Vikan er búin að vera fín, ritgerðin gengur. Við eigum fyrsta fund með leiðbeinanda í næstu viku, þá verður farið yfir tímaáætlun og skipulag verkefnis.


Þetta er aðstæðan sem við höfum til að vinna verkefnið.

Biggi hugsinn. Halldór Birgir eins og hann heitir fullu nafni, vinnur með mér að ritgerðinni.


miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Lífið og tilveran gengur ágætlega, er byrjaður á ritgerðinni. Hún fer mjög vel af stað, allt virðist ganga upp hjá okkur Bigga. Fyrir utan að vinna í ritgerð hef ég verið að bralla hitt og þetta, meðal annars skellti ég mér á þorrablót í Aarhus, tók túristan í Köben með Jón Smára og Katrínu og fór á sveitaball, með góðum vinum. Ég ætlaði nú bara að láta heyra í mér svo þið mynduð ekki gefast upp á blogginu..... á morgun ætla ég að setja inn myndir, maðal annars af aðstöðu minni við að skrifa ritgerðina.

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Kíkti á folaldið mitt, hana Golu áður en ég lagði af stað í gær. Það er greinilegt að hún á góða móður, því að hún er stór og særleg. Henni líður greinilega vel í stóðinu á Bakka.


Gola mín.
Gola afslöppuð og sátt í stóðinu.


Vorboði

Vorboði


Er komin til Kaupmannahafnar. Verð hjá Helgu systir til að byrja með, vænti þess svo að fá herbergi leigt nálagt skólanum mínum. Átti góða dag í gær, fór með Gunnari bró og Múttu út að borða á Ask, átti svo kúsý kvöld með Gunna, Rakel og Ísari Hólm.
Var mjög heppin í morgun Jón Smári var svo elskulegur að skuttla mér á flugvöllinn, takk fyrir það kútur.
Undanfarna daga hef ég notað veðurblíðuna vel, fór meðal annars nokkra reiðtúra með Brynjar Atla. Læt fylgja myndir frá einum af þeim reiðtúrum.

laugardagur, janúar 31, 2009

Fór í útreiðartúr í gær með Brynjari Atla við frábærar aðstæður. Binni var að temja Augabrún frá Nýjabæ og hann lánaði mér framtíðar gæðinginn Prímus. Verð að deila myndum með ykkur.
Myndin er tekin rétt fyrir utan Akranes. Skarðsheiðin í bakgrunn, (Hafnarfjall, Heiðarhorn, Skessuhorn o.s.frv.) Brynjar situr hestinn Augabrún.

Binni og Augabrúnn.