Tók þessa mynd á leiðinni úr skólanum í dag. Tréin eru öll að koma til. En ég vil taka það fram að það var alls ekki heitt í dag, um 8° kl 18:00 (16 apríl).
fimmtudagur, apríl 16, 2009
miðvikudagur, apríl 15, 2009
þriðjudagur, apríl 07, 2009
miðvikudagur, apríl 01, 2009
Þegar ég geng úr skólanum og á þann stað sem ég leigi, geng ég í gegnum nýja svæðið hjá Frederiksber center. Það er hannað af danska landslagsarkítektinum Stig L. Andersson, mjög flott svæði, þar sem er mikið lagt uppúr óhefðbundni hönnun, þar sem er t.d. notast við gufu, litaða lýsingu og dýrahljóð. Tók tvær myndir (Nokia N73) um klukkan 19:30, í kvöld (1 aprí.), hitinn var á bilinu 6-7 gráður.
sunnudagur, mars 29, 2009
Á miðnætti 29 mars breyttist klukkan hér í Danmörku. Núna er tíma mismunur tvær klukkustundir á undan, miðað við Ísland. Læt mynd fylgja sem ég tók í dag 29 mars, mig langar að kalla hana Á gulu ljósi, því að manni líður alltaf þannig hér í Köben, að minsta kosti mér haha.

föstudagur, mars 27, 2009
Myndir sem ég tók á símann minn, frá sýningunni Yes is more, sem er í gangi hér í Köben.


Öll verk fá sitt lógó, hann markaðsetur öll verk! Hald að það sé ástæða fyrir velgengni hans.

Mér leist vel á þetta.
Flott model


Fór á sýninguna um verk Bjarke Ingels arkítekt um daginn, mjög flott verk sem hann hefur gert. Sýningin ber heitið "Yes is more". Bjarke er um þessar mundir á Íslandi að kynna húsið sem hann og co hönnuðu fyrir Landsbankann.
http://www.big.dk/
http://www.big.dk/
mánudagur, mars 09, 2009
Átti góðan dag í gær, Tóti og Kristín buðu mér í frokost, Jón og Þórdís voru líka ásamt krökkunum. Hélt fyrst að ég væri bara að koma í venjulegan hádegismat, en það var ekki þannig, þau buðu upp á lanbakjót og hangikjót, alvöru Íslensk máltíð, rosa góð máltíð.
Um kvöldið var svo tekið spil (carcassone), heima hjá Jóni og Þórdísi. Stefán, Arna og Eiríkur komu svo til að spila.

Jón, Stefán, Arna og Eiríkur.
föstudagur, mars 06, 2009
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
Lífið og tilveran gengur ágætlega, er byrjaður á ritgerðinni. Hún fer mjög vel af stað, allt virðist ganga upp hjá okkur Bigga. Fyrir utan að vinna í ritgerð hef ég verið að bralla hitt og þetta, meðal annars skellti ég mér á þorrablót í Aarhus, tók túristan í Köben með Jón Smára og Katrínu og fór á sveitaball, með góðum vinum. Ég ætlaði nú bara að láta heyra í mér svo þið mynduð ekki gefast upp á blogginu..... á morgun ætla ég að setja inn myndir, maðal annars af aðstöðu minni við að skrifa ritgerðina.
fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Er komin til Kaupmannahafnar. Verð hjá Helgu systir til að byrja með, vænti þess svo að fá herbergi leigt nálagt skólanum mínum. Átti góða dag í gær, fór með Gunnari bró og Múttu út að borða á Ask, átti svo kúsý kvöld með Gunna, Rakel og Ísari Hólm.
Var mjög heppin í morgun Jón Smári var svo elskulegur að skuttla mér á flugvöllinn, takk fyrir það kútur.
Undanfarna daga hef ég notað veðurblíðuna vel, fór meðal annars nokkra reiðtúra með Brynjar Atla. Læt fylgja myndir frá einum af þeim reiðtúrum.
laugardagur, janúar 31, 2009
Fór í útreiðartúr í gær með Brynjari Atla við frábærar aðstæður. Binni var að temja Augabrún frá Nýjabæ og hann lánaði mér framtíðar gæðinginn Prímus. Verð að deila myndum með ykkur.
Jæja nú ætla ég að vera duglegur að blogga, sérstaklega út af því að nú er komið að vetrardvöl númer tvö í Kaupmannahöfn. Ætla í því tilefni að láta mynd af honum Ísari frænda fylgja færslunni. Myndin var tekin fyrir jól, eins og þið sjáið tóks mér að kanna honum magnum svipinn. Ísar var ekki lengi að ná svipnum.
miðvikudagur, desember 24, 2008
Síðasta laugardag gerðum við Jón Smári og Bjarki okkur dagamun og skelltum okkur í Hrunalaug. Hrunalaug er nokkurskonar villibað en samt aðeins manngert. Neðri laugin er að hlutatil steypt og það er yfirbyggt skjól þar, sem nýtist til þess að skipta um föt. Í gegnum skjólið rennur heitt vatn, sem hitar aðeins rýmið. Efri laugin er grafinn inn í hlíðina og er hlaðin úr grágrýti. Báðar laugarnar eru frekar litlar.
Með þessum fallegu myndum vil ég óska ykkur hamingju yfir jólin. Myndasmiður Jón Smári.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)