þriðjudagur, janúar 29, 2008

Hafði lítið að gera í kvöld þannig að ég fór að fikta í nokkrum forritum og þetta varð útkoman. Hannaði hús.
________________________________________________________________
Grunnhugmynd, skyssa af grunnformum, þríhyrning, ferhyrning og hring.

Upplýsingar.

Bílskúr, tengi-bygging og Stofa. Norður hlið.


Hús, tengi-bygging og bílskúr.


Stofa, tengi-bygging og Hús. Suður hlið.




Útlit 1. Hús í náttúru.




Útlit 2. Hús í náttúru. Haust.







Útlit 3. Hús í náttúru/búsetu landslag.




Á síðasta föstudag, eftir pófa og verkefna törn, fór ég ásamt Kristjáni og Lilju út að borða og þar á eftir var kíkt á Retró í eina kollu. Svo tókum við Kristján smá túrista á þetta og fórum rúnt um bæinn í hjóla “taxa”, svaka stuð. Myndin er af okkur í hjóla “taxanum”.


miðvikudagur, janúar 23, 2008

Hér koma skemmtilegar myndir frá Jólunum, heima hjá mömmu og pabba. Ísar Hólm að fá ís hjá ömmu sinni. Eins og sést á myndunum, finnst honum ís frekar góður!











Hestur vikunnar að þessu sinni er Glymur frá Innri-Skeljabrekku. Hann hefur meðal annars verið heimsmethafi með einkunnina 8,67 fyrir hæfileika aðeins 4 vetra gamall, sem er hæsti hæfileika dómur frá upphafi sem gefinn hefur verið fyrir fjögra vetra gamlan stóðhest. Hlakka til að sjá hann á LM 2008. Á myndunum er Glymur ásamt eigendum sínum þeim Finnsa, Lenu, Gunnari og Aggi Magg, sem er knapi hestsins.




Próf í Woodland design and management afstaðið, sem betur fer náði ég því! Skóg- og tré fræði er ekki alveg mín sterkasta hlið! Fékk líka góða hjálp frá Kíkí og Ísari ;o)

laugardagur, janúar 19, 2008

Er búin að vera að læra undir munnlegt próf í áfanganum Woodland design..... Hef vera að taka páfagaukinn á þetta, vona að það virki. Annars allt gott, veðrið gott, allir hressir og Áfram Ísland, djók. Set mynd af kíkí fuglinum hans Ísars, væri gott að hafa Kíkí til að hjálpa sér við lærdóminn! Læt eina mynd fylgja af eiganda Kíkí, honum Ísari Hólm.





Hér kemur sýnishorn af forsíðu sem ég gerði fyrir lokaverkefni í Woodland áfanganum. Dauði gaurinn var ekki með á forsíðunni, en ég leifi honum að fylgja með í þetta skiptið.


fimmtudagur, janúar 17, 2008

Íslenskir kirkjugarðar, verkefni sem við höfum verið að fást við síðastur daga. Tókum á það ráð að læra heima á Lobaerdy, það er ekki gott að vera endalaust upp í skóla, enda of mikið af dönum þar!. Verkefnið hefur gengið vel og ég held að niðurstaða verkefnis sé hvað kirkjugarðurinn í Grafarvogi Gufunes kirkjugarður er ekki sá best skipulagði!. Allaveg hér koma nokkrar myndir af hópnum. Takið eftir hvað Biggi er góður á “músinni”. Jamm hópurinn saman stendur af Belind, Bigga, Jóni og kallinn.
















Mér ljáðist að nefna, að nú bý ég ásamt tveimur vinum mínum á Lomberdy gade. Gatan er afkimi af Amagerbrogade, Amagerbrogad er Danmarks længste og største handelsgade. Góður staður, 13 mín ganga að Metro og 5A strætó handan við hornið. Mynd fylgir, þessir tveir vinir mínir eru par.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Rakst á frétt á nýrri heima síðu frá Efri-Rauðalæk, þar sem Baldvin Ari býr ásamt fjölskyldu. Þar er verið að sína mynd af Sindra frá Vallanesi sem er undan Illingi frá Tóftum. Fylgja myndir af gæðingnum með, sæll eigum við eitthvað að ræða þetta? Vá hvað verður gaman á Landsmótinu á Hellu í sumar.




Ég og Jón Rafnar erum að gera verkefni úr bókinni The Architect of Death, í áfanganum Kirkegårdsforvaltning. Get sagt ykkur eitt, þetta verkefni er frekar niður drepandi. Við kallarnir fórum á Retro kaffi hús til þess að breyta um umhverfi, svo við myndum ekki ape shitta. Verkefnið klárast vonandi í kvöld og þá er bara eitt hóp verkefni eftir, sem er um Íslenska kirkjugarða og eitt próf. Þá er þessi önn á enda. Mynd fylgir, það er rosa fínt að vera á Retro eins og má sjá.


mánudagur, janúar 14, 2008

Vorum að klára verkefnið í Woodland design áfanganum. Gerðum verkefnið á átta dögum. Þurfum reyndar ekki að skila því fyrr en á miðvikudaginn, en við ákváðum að klára það af, vegna þess að önnur verkefni bíða og líka eitt próf. Mynd fylgir, Bella, Biggi og Sisse, hópurinn minn. Þessi hópur var ótrúlega góður.











Við Biggi gáfum okkur smá tíma til að líta upp úr verkefninu í Woodland design áfanganum. Við kíktum á A-vje Skólabarinn þar sem við fengum okkur smá bjór og ég fór í sleik, já sæll. Efri myndin er af Bigga.





Búið að vera mikið að gera í skólanum, þannig að ég hef lítið getað bloggað. Síðan ég kom hef ég farið 2 sinnum til Svíþjóð. Annars vegar að skoða kirkjugarða í áfanganum Kirkegårdsforvaltning - tradition og fornyelse i planlægning og drift, hinsvagar fór ég að skoða ungan skóg í Alnarp, þar sem er búið að hanna allskonar hluti, voru m.a. fengnir listamenn til þess að hanna frekar skrýtna hluti þar, já sæll. Þessi ferð var farin í áfanganum, Urban Woodland Design and Management.

föstudagur, janúar 04, 2008

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna. Er að vinna í að setja inn fleyri myndir. Annars er lítið að frétta annað en ég flýg út aftur til Köben á sunnudaginn og skólinn byrjar á mánudag.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Jólakveðjur frá Skaganum. Myndirnar voru teknar kl 17:50, á jóladag.



















mánudagur, desember 24, 2007

Wesolych Swiat
Srecan Bozic
Joyeux Noël
Feliz Navidad
Fröhliche Weihnachten
God Jul
Glædelig Jul
Season's Greetings
Gleðilega hátíð




föstudagur, desember 21, 2007


Gunnar, Rakel og Ísar Hólm buðu fjölskyldum sínum í egg púns/jóla peysu partý í gær. Má til með að láta nokkrar myndir flakka með.















































Hér koma myndir af Alvari frá Nýjabæ. Ég hélt meri undir hann Alvar í sumar og á þar af leiðandi von á folaldi næsta sumar. Það er ákveðin hressleiki í honum það er ekki hægt að segja annað.














miðvikudagur, desember 19, 2007

Kom til Íslands aðfaranótt sunnudags, Gunnar bróðir sótti mig á flgvöllinn. Var hjá Gunnari, Rakel og Ísari í 2 daga, svo er ég búin að vera upp á Skaga. Er að reyna að læra, það gengur en ekki meira en það. Jón Smári kíkti í heimsókn á Skagan, kallarnir lærðu aðeins.